Ferðir og afþreying

Skemmtilegar og öðruvísi ferðir fyrir stóra sem smáa hópa allan ársins hring. Skapaðu ógleymanlegar minningar með siglingu á snekkjunni Hörpu frá Reykjavík, Hvalfirði, Reykjanesi svo eitthvað sé nefnt.

Sundasigling

Eins, tveggja eða þriggja tíma sundasigling. Fordrykkur eða eftirréttur, allt eftir hvað hentar. Dásamlegt útsýni til borgarinnar, Viðey, Engey, Lundey eru allt hluti af spennandi ferð.

Hvalaskoðun

Upplifðu þessi stóru dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Hrefnur, Hnúfubakar, Höfrungar og Hnýsur eru allt hvalir sem við getum reiknað með að sjá og svo auðvitað allir fuglarnir og útsýnið sem er stórkostlegt, ekki síst fyrir erlenda gesti í heimsókn.

Lengri ferðir

Dagsferð á Reykjanesið eða í Hvalfjörð, þar sem möguleiki er að blanda saman rútuferð og siglingu. Helgarferð í Breiðafjörð þar sem siglt er á milli er eyjanna er nokkuð sem enginn gleymir.

Golf eða skotfimi

Hvað er skemmtilegra en að keppa úti á sjó? Holukeppni þar sem holan flýtur. Ekki bara er báturinn á hreyfingu, heldur er holan líka á hreyfingu. Eða reyna fyrir sér í leirdúfuskotfimi, hvort tveggja skapar alltaf skemmtilega stemningu.

HAFA SAMBAND

Hafðu samband í síma 779-7779 og við sérsmíðum tilboð fyrir þinn hóp!

Fundir

Harpa er upplögð fyrir litla fundi þar sem fundarmenn vilja algjöran frið. Á milli tarna er hægt að renna fyrir fisk eða bara slaka á og njóta útsýnisins.

Fyrirtækja- og hvataferðir

Sigling með Hörpu er upplögð hvataferð fyrir fyrirtækjahópa allt að 35. Allt frá einum tíma upp í lengri ferðir og afþreying eins og leirdúfuskitterí, golf keppni eða veiði í boði. Veitingar sem henta hverjum og einum.

Sjóstangaveiði

Rennum fyrir fisk, þorsk, ufsa, karfa, eða hvað eina sem bítur á krókana. Erum ekki í stórveiði, en fyrir stemninguna rennum við stundum færum í sjóinn. Sashimi fyrir þá sem þora þegar fyrsti fiskurinn kemur úr sjó.

Sérferðir

Komdu með þína hugmynd, við erum alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum. Hafðu samband og ræðum þína hugmynd að skemmtilegum degi eða kvöldstund.